laugardagur, ágúst 05, 2006

Af túrhestum og öðrum skepnum

Það er svolítið svona gaman og oftar en ekki fyndið að vera að vinna þar sem maður kemst í námunda við svona marga og fjölbreytta útlendinga. Þeim hlýtur að finnast Ísland bæði fyndið og lítið og skrítið þó allir lofi þeir það hástert. Eins og í dag þegar ákveðinn bresk kona var að tjékka sig út og borgaði reikninginn, samtals 24.560 kr, með Mastercardinu sínu og fékk svo nett sjokk þegar hún fékk reikninginn í hendur þar sem stóð EURO og svp upphæðin. Hún spurði varfærnislega í hvaða mynt upphæðin væri gefin upp og var sýnilega létt þegar ég sagði henni að Mastercard á Íslandi væri kallað Eurocard (eða þið vitið bara júró).

Annars má ég til með að deila því með ykkur að í næstu viku ætlar að gista hjá okkur maður sem heitir því óheppilega nafni - Mr. Looser. Dagsatt (I couldn't make this shit up people!). Er dónalegt ef ég kalla á eftir honum (sko bara ef ég þarf að ná tali af honum) - "Hey! Looser!?"
Free counter and web stats