fimmtudagur, júlí 27, 2006

Grettissund

Rosalega er kjellingin orðinn mikill sundgarpur. Alveg Reynir Pétur sundsins sko. 500 metrarnir teknir á hverjum degi núna. (Þegið þið þarna sem finnst það ekkert mikið, það eru sko 20 kvikindi aka ferðir). Hraðfer fram alveg, hætt að vera nærri drukknun eftir 50 metrana. Ekki reyndar svo góð að ég nái að halda höfði yfir vatni með barnið mitt hangandi um hálsinn á mér. Honum Agli mínum fannst það nefnilega agalega sniðugt í gær að hanga í, æi þarna hvað heitir það böndunum sem skipta sundbrautunum, og stökkva svo á mig þegar ég synti framhjá og láta mig synda með sig í "land". Ég barðist um á hæl og hnakka en náði hreinlega ekki að hanga nógu lengi með höfuð yfir vatni til að koma upp stöku orði hvað þá biðja mér vægðar. Þolinmæðin var þó nógu mikil til að útskýra rólega fyrir barninu að mamma væri ekki hvalur (þó stærðin fari að vísu að slaga upp í að vera viðlíka) og gæti ekki andað undir vatni.
Annars er maður að taka maraþonvakt dauðans byrjaði kl.07:00 og nú er kl. 21:46 og hér er ég enn. Segiði svo að ég elski ekki foreldra mína, HA!
Free counter and web stats