Verslunarmannahelgarblús
Maður veit að það er komin verslunarmannahelgi þegar fréttirnar fara að berast af uppfoknum tjöldum í Herjólfsdal og hörmungarveðri um mestallt landið. Það er því jafngott að vera bara að vinna. Þetta fer nú samt að koma nóg af svo góðu. Mér finnst ég bara varla hafa gert neitt í sumar, það er að segja með vinum mínum. Ég hef ekki hitt neinn, bara verið að vinna eins og einhver geðsjúlli. Varla heimsótt nokkurn mann eða hitt neinn af þeim sem ég hef verið að lofa að hitta - en svona er þetta bara. Soldið scary samt að við förum út aftur eftir bara rétt rúmar 3 stuttar vikur. Babbara og þá er eins gott að það verði smá sól og hiti ennþá í Svíaríki.
Svo eru árshátíðarplön Sportveiðiklúbbsins óðum að taka á sig mynd. Nefndin er búin að hittast einu sinni og við erum FREKAR sáttar við þemað og planið eins og það lítur út núna. Það verður mikið um dýrðir og bærinn málaður rúmlega rauður - je beibí je!
Fékk annars fréttir frá Katrínu um ferð hennar í hjólabúðir. Við ætlum að nörrast saman á eins hjólum í haust þar sem við höfum báðar orðið fórnarlömb (að við höldum) sama bífræfna hjólaþjófsins á Kjemmanum. Ég get svosem alveg skilið af hverju hann myndi stela hjólinu hennar Katrínar en mitt mátti nú muna sinn fífil fegurri svosem. En nú skal keypt forláta Monarch (Monark?!) hjól með körfu og bjöllu fyrir peningana frá skattmann. Ekta svona kellingahjól sem ég ætla að eiga þar til ég verð gömul.
<< Home