sunnudagur, júlí 23, 2006

Djamm! or something like it

Í gær var gaman. Fór með megabeibunum Hrund, Kötu og Ágústu á Apótekið að borða og (aðallega) drekka. Cosmo-inn rann ljúflega niður en maturinn (hjá okkur öllum) var bara svona la la. Þó ég segi sjálf frá þá finnst mér maturinn hérna hjá okkur á Hamri bara betri og það er enginn lygi. Það skal þó viðurkennast að ég var að fá mér saltfiskinn í svona 12 sinn þannig að kannski er ég bara komin með ögn leið á honum. En hvað um það. Félagsskapurinn var góður og kvöldið ungt. Eftir Apótekið fórum við svo á Oliver í tvær sek og þaðan á Barinn og síðast Sólon áður en við Hrund gáfumst upp. Ágústa var farinn heim enda á leið til London í dag og áfram til Grikklands á miðvikudaginn (öfunda hana? ha? ég? nei nei). Kata hélt því heiðrinum uppi þetta kvöld - eins og svo mörg önnur - og nú þegar klukkan er 16:32 að Borgfirskum staðartíma á ég eftir að fá stöðuskýrslu.
Í dag skín sól eða svona næstum því og því tilvalið að brjóta sig niður andlega með því að skella sér í golf. Fór síðast á ca. 1217 yfir pari sem verður að teljast viðunandi miðað við aldur og fyrri störf. Það er eitt gott við að sökka - things can only get better!
Free counter and web stats