föstudagur, júlí 21, 2006

Karlremba

Þar sem ég stóð inni í þvottahúsi hérna á Hótel Hamri og rullaði (straujaði) dúka þá veitti ég athygli leiðbeiningaspjaldinu frá framleiðandanum (Electrolux) um meðferð strauvélarinnar. Þar er m.a. sýnt hvernig stöðva má rulluhjólið með því að stíga á fótstigið og setja það svo af stað aftur með sömu aðgerð. Það er sem mér fannst alveg magnað var að í huga framleiðandans er það svo augljóst að starf sem þetta sé kvenmannstarf að fóturinn sem er notaður til sýnikennslu fyrir téð fótstig er í háhæluðum skó!!!!
Ég bara á ekki orð og það gerist nú ekki mjög oft. Ég á eiginlega alltaf mikið af þeim, svo mikið að ýmsum þykir nóg um.
Góðar stundir.
Free counter and web stats