þriðjudagur, júlí 18, 2006

Gamlir vinir

Alltaf gaman að rekast á gamla vini þegar maður á síst von á því. Það kom einmitt fyrir mig í dag þegar ég hitti aldagamlan (aldagamlan??? what am I - seventy!!!) - sumsé það sem ég vildi sagt hafa hitti hann Óla Jó. vin minn sem ég hef þekkt síðan í Breiðholtsskóla og var líka með mér í Verzló. (Þegar ég var ca. 13 ára var ég líka pínkuskotinn í honum). Hann og Selma konan hans og dóttir þeirra eru sumsé í Skorradalnum í sumarbústað og voru einmitt í sundi í dag þegar ég ætlaði (í alvörunni) að fara að synda en einhvern veginn ílengdist ég bara í heita pottinum og kjaftaði við þau í staðinn. Já já maður verður nú að taka púlsinn og fá fréttirnar þá sjaldan maður hittist.
Á morgun á ég svo langþráð frí og ætla að drífa mig í borg óttans og hitta vinina - þéttskipuð dagskrá. Vala, Fríða, Addý og Vala II ef allir eru heima og tilbúnir að taka á móti mér / hitta mig. Æ verður gott að fá update af slúðrinu og öllu sem er að gerast. Treysti því að líf annarra sé meira spennandi en mitt he he he!
Free counter and web stats