Betra bak?
Jæja föstudagur til fjár - eða er það ekki annars? Ég er amk aðeins betri í bakinu en til öryggis pantaði ég tíma hjá töframanni. Já já þú last rétt. Hún Sif vinkona mín fór þvílíkum orðum um hæfileika þessa manns að ég bara get ekki beðið eftir að komast til hans. Hann er víst svo rafmagnaður að hann þarf að yfirgefa herbergið ca. þrisvar sinnum meðan á meðferðinni stendur. Kannski eins og tannlæknarnir þurfa að fara út úr herberginu meðan þeir taka af manni röntgen??? Hann sumsé notar einhverja Bowen tækni, sem ég hef að vísu aldrei heyrt um, en er ÆST í að prófa ef það gæti hjálpað mér.
Annars er ég nú líka búin að vera að fara í ræktina og sund hérna í Borgó. Ég hef ekki synt síðan ég lauk gagnfræðaprófi í þeirri ágætu iðkun. Var handviss um að ég myndi drukkna eftir fyrstu tvær ferðirnar (lesist 50 metrana) en hér er ég enn. Synti heila 250 metra fyrsta daginn og 350 þann næsta. Kannski mar nái upp í hálfan kílómeter fyrir sunnudaginn. Ju minn þvílík heilsuræktarfrík sem maður er orðin. En jæja boys and girls - hafið það jättebra um helgina hvar sem þið ætlið að vera í rigningunni.
ta ta
<< Home