fimmtudagur, nóvember 13, 2008

Ein ég sit og sauma...

Haldiði ekki að kellingin sé dottin í útsaum? Fann í leit (að einhverju allt öðru) krosssaumsmynd sem ég hef af miklum metnaði og meiri eldmóði en mér entist nenna til byrjað á áður en Egill Orri fæddist. Þetta er svona mynd þar sem maður á að sauma í nafnið á barninu, fæðingardag, þyngd og stað. Flestir hefðu látið sér nægja klukkustreng eða eitthvað hóflegt. En neeeeei ekki hún ég. Mér dugði ekkert minna en risastór mynd með 12 böngsum sem allir eru ýmist að spila á hljóðfæri, klifra í stiga, hengja upp þvott eða halda á blöðrum eða eitthvað álíka.
Hélt ég actually að ég myndi klára þetta? Eigum við að ræða það eitthvað hvað maður þekkir sjálfan sig stundum lítið?
Elli hló amk að mér þegar ég sór þess eið að klára þetta nú áður en daman kemur í heiminn. Yea right....
Free counter and web stats