þriðjudagur, nóvember 04, 2008

Rétti upp hönd ...

... sem finnst alveg kjörið að þingmenn og lýðræðislega kjörnir fulltrúar í þessu landi eigi að ganga á undan með góðu fordæmi og lækka við sig launin líkt og fjölmargir aðrir eru að neyðast til að gera í dag.
Skv. ákvörðun frá 1.maí 2008 er þingfararkaup (laun "óbreytts" þingmanns sem ekki er formaður þingflokks, forseti Alþingis eða varaforseti, formaður nefndar eða stjórnmálaflokks) 562.020 kr. pr. mánuð. Eigi eitthvað af fyrrtöldu við þá fæst 15% álag Flestir ef ekki allir þingmenn hafa undanfarið farið mikinn í umræðunni um mikilvægi þess að við tökum öll höndum saman við að leysa vandann. Mér fyndist bara alveg kjörið að þeir byrjuðu á því að taka á sig ca. 10 - 15% launalækkun.
Free counter and web stats