fimmtudagur, október 30, 2008

Opnunartímar

Þegar ég var 11 ára gömul byrjaði ég að vinna í stórmarkaði. Það er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi en ég man eftir því að þá voru búðir á Íslandi almennt lokaðar á sunnudögum og velflestar á laugardögum líka. Amk á sumrin. Einhvern veginn höfum við svo færst í þetta "ammríska" módel sem er að allt þurfi að vera opið alla daga og helst bara allann sólarhringinn. Ég hef oft velt þessu fyrir mér síðustu ár. Við höfum byggt fáránlega mikið magn af verslunarhúsnæði sem allt er opið alla daga ársins svo að segja. Hver er þörfin? Ætli fólk noti "mollinn" ekki sem dægradvöl bara af því þau eru opin? Myndi maður sakna þess ef Kringlan væri ekki opin á sunnudögum? Svona í alvörunni?
Ég held við einfaldlega komum fólki upp á að versla á sunnudögum, korteri fyrir lokun etc. með því að vera með þetta svona. Í Köben er allt lokað á Strikinu á sunnudögum og ég held bara að enginn hafi ennþá dáið af þessum sökum. Ég tók líka eftir því að þegar ég vann í sjoppunni hjá pabba að það var alltaf sama fólkið sem kom inn 5 mín. fyrir lokun (sama hvenær lokunartíminn var). Það er bara þannig að sumt fólk frestar alltaf öllu fram á síðustu stundu af því það er bara í eðli þess. Ég held þetta fólk myndi þá bara versla á laugardögum í staðinn. Það myndi enginn svelta á Íslandi bara af því að Bónus /Hagkaup/Krónan/Nóatún væri lokaðar á sunnudögum.
Þetta myndi hinsvegar mögulega spara stórar fjárhæðir í rekstrarkostnað sem væri alveg í lagi.
Free counter and web stats