Fjölskylda og vinir .... bezt í heimi!
Ég stal þessari fyrirsögn af fésbókinni hennar Ágústu minnar en þetta er bara svo rétt. Fór í saumaklúbb hjá Addý í gær (vá veitingarnar) og það var svooo gaman. Ég á náttúrulega bara líka svo obbosslega skemmtilegar, góðar og fallegar vinkonur :) 5 tíma kjaftaklúbbur og EKKERT talað um bankana, kreppuna, efnahagslífið, horfurnar, atvinnuleysi eða neitt annað depressing. Þetta er sko mikið afrek í ljósi þess að 6 af 8 viðstöddum eru ýmist giftar bankamönnum eða eru bankamenn sjálfar :)
<< Home