mánudagur, nóvember 03, 2008

Stærðfræði fyrir byrjendur

Ef maður getur fengið flugmiða til t.d. London með Icelandair á 15.500 aðra leið með sköttum (gef mér að það sé þá ca. 31þús fram/tilbaka) hvernig getur þá staðist að vildarmiði (ss. greiddur alfarið með punktum) kosti mig 25þús á mann bara í skatta!!! OG að það sé ekki lífsins mögulegt að fá sundurliðun á þessum sköttum og gjöldum. Þetta pirrar mig.
Gleðifréttir dagsins eru hins vegar þær að við Elli fengum bæði endurgreiðslu frá skattinum - svo ég kvóti nú eilífðarbiblíuna (Friends) - "that's like finding free money with naked people on it"
Free counter and web stats