"Lengi getur vont versnað"
Yfirskriftin er tilvísun í yfirlýsingu Steingríms J. eftir að lýst var yfir að deilan vegna Ice-Save væri að leysast eða leyst.
Finnst mér súrt sem skattgreiðandi í þessu landi að sitja uppi með þessa reikninga? Játs, þokkalega en ég met æru mína meira en peninga og mér hefði fundist súrt að keyra áfram með "við borgum ekki, við borgum ekki" afstöðuna. Við erum ekki að borga þetta allt, við erum að ábyrgjast það sem þessi blessuðu lög um EES segja til um. Það er meira að segja líklegt að eignir sem seldar verða fari langleiðina með að borga þetta. Eða héldum við að við mættum eiga þær og samt ekki borga? Við höfum notið mikils góðs af þessum [EES] samningi líka og það er erfitt fyrir mig að sjá að við getum bara "cherry pickað" það góða og látið það slæma eiga sig. Sjálfsagt finnst einhverjum það réttlætanlegt og gott og vel, þeim má finnast það. Mér líður amk aðeins betur í "þjóðarstoltinu" að geta sagt að við munum ábyrgjast þetta lágmark. Það er ekki við breska sparifjáreigendur að sakast í þessu máli.
Hitt er svo annað mál að við eigum að fara í FEITT mál við Bretana í framhaldinu fyrir beitingu hryðjuverkalaganna og láta þá á endanum borga fyrir þetta sjálfa. Við höfum, að mér vitandi, ekkert afsalað okkur þeim rétti.
En mikið óskaplega væri nú gott að heyra Steingrím Jóhann Sigfússon stíga fram og lýsa í smáatriðum öllum sínum lausnum - hann hlýtur að luma á þeim ófáum fyrst að allt sem ríkisstjórnin hefur so far gert er ómögulegt í alla staði. (ég er svosem ekki að verja hana sérstaklega, finnst bara að fólk eigi að benda á lausnir en ekki bara að fá að röfla út í eitt)
Ég bara minnist þess ekki að hafa heyrt hann koma með nein svör eða lausnir. Skal fúslega éta það ofan í mig ef einhver getur bent mér á annað.
<< Home