fimmtudagur, janúar 22, 2009

Bókaklúbburinn


Ég er í bókaklúbbi í vinnunni. Sem er gaman. Við erum reyndar bara nýbyrjuð (erum á bók #2) en þetta byrjaði amk vel. Erum núna að lesa bókina The 7 habits of highly effective people eftir Stephen Covey. Hún er fín, soldið amerísk, en það er margt gott og vitrænt í henni. Til dæmis þessi setning hérna:


"You can't talk your way out of something you behaved yourself into"


Ég held að það sé ekki hægt að vera ósammála þessu. Mér finnst þetta amk mjög satt.
Free counter and web stats