Happy New Year my friends
Ég er ekki viss um að ég muni blogga mikið á mánuðum komandi. Amk ekki á þessum vettvangi. Ég er komin með hálfgert ofnæmi fyrir bloggum og þeirri ótrúlega ómálefnanlegu og lágkúrulegu umræðu sem virðist þrífast á mörgum þeirra (tek það fram að persónuleg vinablogg eru undanþegin þessari skoðun :) Ég er meira að meina þessi fréttatengdu blogg og komment sem þeim fylgja.
En nú styttist í komu bumbubúans og ég mun jafnvel reyna að tileinka henni bara bloggið og lofa að vera dugleg að setja inn myndir fyrir vini & ættingja í "úglöndum".
Hafið það annars sem best á árinu 2009 - fyrir mitt leyti hef ég ákveðið að þetta verði gott og lærdómsríkt ár. Það er allt undir manni sjálfum komið hvernig manni líður. Svo ég quoti Mayu Angelou:
"If you don't like something, change it. If you can't change it, change your attitude. Don't complain."
ta ta Sigrún
En nú styttist í komu bumbubúans og ég mun jafnvel reyna að tileinka henni bara bloggið og lofa að vera dugleg að setja inn myndir fyrir vini & ættingja í "úglöndum".
Hafið það annars sem best á árinu 2009 - fyrir mitt leyti hef ég ákveðið að þetta verði gott og lærdómsríkt ár. Það er allt undir manni sjálfum komið hvernig manni líður. Svo ég quoti Mayu Angelou:
"If you don't like something, change it. If you can't change it, change your attitude. Don't complain."
ta ta Sigrún
<< Home