sunnudagur, september 18, 2005

Fíflið hann Bill Gates

... fjandann á það að þýða að geta ekki látið vera að umbylta Office pakkanum á hverju einasta andsk.. ári. Ég hefði nánast getað sleppt því að eiga tölvu síðustu 10 árin fyrir allt hvað það gagnast mér við að eiga við nýjustu útfærslu Hr. Gates á hallæris Word og Excel, nei fyrirgefið það heitir víst því þjála nafni Microsoft Works Word Processor og Microsoft Works Spreadsheet Applicator núna. Mér er bara þokkalega sama hvað það heitir en slökum á niðurskurðinum á 'fítusunum' í þessu drasli. Grrrrr [pirr pirr] ég er íhaldssöm og þoli ekki svona fokking breytingar breytinganna vegna - if it ain´t broken why #&/!/&/#$@ fix it!!!
Annars er mér ljóst að eitthvað hefur seriously dáið inni á baðherberginu mínu meðan ég brá mér til Danaveldis í gær. ÚFF viðurstyggilegt byrjar ekki einu sinni að lýsa lyktinni sem mætti mér þegar ég opnaði dyrnar að því þegar ég kom heim. Grunar að Jimmy Hoffa sé grafinn undir baðkarinu .... afraid to look!
Þessari bloggfærslu er annars ætlað að koma í veg fyrir að ég bilist á fyrsta verkefninu mínu í þessu námi. ÚFF mikið til af fólki sem elskar ekkert meira en að nota 'big words for obscure things' í þessum greinum sem mér er ætlað að lesa. Heilinn í mér meðtekur ekki þetta froðusnakk svona seint á kvöldin.
Free counter and web stats