Ræktin ... loksins
Loksins loksins kom ég mér aftur í ræktina og vááá var það ljúft, hélt þetta yrði voða erfitt og ég hefði þyngst ýkt mikið en nei og nei, hvorugt var satt. Sem var nú bara bónus. Aftur á morgun, aftur á morgun.
Annars vil ég óska henni Siggu Dóru minni til hamingju með ammælið í dag. Hún er túttúguogníú ára í dag. ÚFF getur það verið satt? Það þýðir að ég verð jafngömul eftir minna en VIKU!
Hef tekið ábyrga afstöðu gagnvart skólanum og ætla nú að rembast við að vera búin að lesa allt efnið fyrir hvern fyrirlestur, það er á sig leggjandi til að þurfa ekki að ganga í gegnum það sama í janúar sem ég gekk í gegnum í síðasta prófi ... HELL that is. Byrjaði nú ekkert of vel, dreif mig niðrá bókasafn að læra til að freistast nú ekki til að leggja mig. Hmmm já já lagði mig bara oggupínupons ofan á bækurnar í lessalnum. Vona að ég hafi ekki hrotið mjög hátt.
<< Home