Tveir fótleggir og annar með vaxi
Eitthvað rak mig til að fara að fjarlægja hárin af fótleggjunum á mér um daginn. Á Íslandi, eftir að hafa reynt allar mögulegar tegundir af heitu og köldu vaxi, læt ég það eftir mér að fara á snyrtistofu og borga fyrir að láta vaxa á mér lappirnar en fátæki námsmaðurinn lætur slíkt ekki eftir sér. Ég þrammaði í snyrtivörudeildina í H&M og keypti krukkuvax frá Veet og réðst í verkið og viti menn það tókst bara afbragðsvel. Fótleggirnir eins og barnsrass og ekki nema hálf krukkan búin. Frábært! Ég mælti mér mót við hana að sex viknum liðnum og reiknaði í huganum allar flíkurnar sem ég gat keypt mér fyrir 'gróðann' af því að hafa ekki þurft að fara á snyrtistofuna.
NEMA HVAÐ
6 vikum síðar
Mér datt í hug að fara að vesenast við að vaxa á mér fótleggina morgun einn áður en ég átti að mæta í skólann (sem var NB kl. 13). Sama rútínan og síðast, hita vaxið, klístra því á fótlegginn, leggja tauklútinn, rífa upp í öfuga átt við hárvöxtinn - ÁÁÁÁÁÁÁIIIII - alltaf er fyrsta ræman jafnsársaukafull. HAAAAA ekkert gerðist, leit á klútinn og aftur á fótlegginn á mér. Fleiri hár á fótleggnum en í klútnum. Hvaða rugl er þetta? Reyndi aftur, gekk betur en samt ekki vel.
75 mín. síðar
Með herkjum búin með annan fótlegginn, þó ekki vel. Hann leit soldið svona út eins og efrivörin á hispanic ungmennum sem eru að reyna að safna skeggi. Eitt og eitt hár hér og þar. F*** og ég sem átti að mæta í skólann eftir 20 mín. - hugljómun - skelli bara háreyðingarkremi á hinn fótlegginn, 6 mín. og málið leyst. Gerði það og fór í skólann.
6 vikum síðar
Sit hérna með annan fótlegginn nánast hárlausan og silkimjúkan og hinn loðinn og hrjúfan. Lifandi sönnun þess að vax virkar betur en háreyðingarkrem.
Munið það nú stúlkur mínar.
Góðar stundir !
<< Home