sunnudagur, október 23, 2005

Kóngsins Köbenhavn

Fór með Maju skvísu til Köben í dag. Ljúft líf. Æi þetta var einn af þessum góðu dögum þegar maður nýtur þess bara að vera til og þarf ekki að hafa raunverulegar áhyggjur af neinu. Sólin skein á okkur svona nokkurn veginn og ekkert stress. Eiginlega sem betur fer var allt lokað á Strikinu svo við gátum ekki verslað neitt. Sátum bara á kaffihúsi og kjöftuðum um allt og ekkert, lífið og tilveruna. Hittum svo Guðnýju frænku hennar Maju og fórum og drukkum einn bjór áður en við fórum á uppáhalds indverska staðinn minn í Köbe, Bombay. Ég er ekki mjög ævintýragjörn í veitingastaðavali. Fer alltaf á sama staðinn :-/ Æi if it ain't broken why fix it? (Takk Beta honní sem kynnti mig fyrir honum fyrir næstum því 3 árum) Fyndið hvernig sumt fólk hefur svo þægilega nærveru að það er ekkert mál að kjafta við það þó maður hafi nánast aldrei hitt það áður. Guðný er einmitt svoleiðis manneskja. Dííí það sem við þrjár gátum kjaftað í dag. Takk kærlega fyrir daginn frænkur. Skemmti mér konunglega.

p.s. ein mynd af mér á Ráðhústorginu.
Free counter and web stats