sunnudagur, nóvember 06, 2005

Sunnudagsmorgun

Voðalega er nú notalegt að vera búin að endurheimta heimilið sitt. Ég meina ekki misskilja mig, auðvitað er alltaf gaman að fá gesti, gaman að fólk sé tilbúið að leggja á sig langt ferðalag bara til að koma og heimsækja mann en það er nú samt voðalega notalegt að geta aftur striplast um íbúðina bara ef manni dettur í hug. Annars er ég umvafinn karlmönnum þessa helgina. Bæði Hjörtur Snær litli frændi frá Danmörkur og Leó Ernir hafa verið í pössun hjá okkur síðan í gær og það er búið að vera mikið stuð. Samt merkilega rólegt 'stuð' allir leikið sér í sátt og samlyndi og ekkert vesen á einum né neinum. Ég gat meira að segja lært í gær þrátt fyrir allt.
ÚFF verð að fara að DRULLA mér aftur í ræktina, ég hef ekki farið í á þriðju viku fyrir próflestri og gestagangi en það verður sko farið í fyrramálið. Þetta gengur ekki, er nefnilega fyrir utan eróbikkleysi búin að borða í óhófi með alla þessa gesti. Taka þetta með trompi fyrir jólin sem nálgast eins og óð fluga. Ég ætla nefnilega að reyna að splæsa á mig einhverjum sætum kjól, það er að segja ef fjárhagur heimilisins leyfir. Uppgötvaði mér til mikillar skelfingar að ég hef ca. 1700 SEK til að lifa á út mánuðinn það eru sumsé ca. 11.000 ISK. Hmm ekki alveg að sjá það ganga upp. Sérstaklega þegar haft er í huga að ég ætlaði mér að klára jólagjafainnkaupin helst fyrir 1. des. Sé fram á að annað hvort þurfa að selja dósir eða mig .... læt ykkur vita að hvorri niðurstöðunni ég kemst.
Free counter and web stats