Rigning með STÓRU R-i
ó mæ god! Það var grenjandi rigning hérna í Lundi í morgun þegar við Egill fórum á fætur. Auðvitað sváfum við lengur en við 'máttum' og vorum á spani að taka okkur til. Ekki í fyrsta sinn svosem nema í dag átti ég 'stefnumót' við ungan mann niðri í bæ kl. 9 og þess vegna var þetta afar vondur dagur til að vera seinn á fætur. Ég henti barninu (almost literally) á leikskólann og dreif mig út á hjólið. Kannski ekki það skynsamlegasta í stöðunni. Ég var nú ekki að hjóla langt en þegar ég kom á áfangastað var ég svo rennandi vot að það hefði auðveldlega mátt halda að ég hefði farið í sturtu í fötunum. Það lak af gallabuxunum mínum, oooh það er einmitt svo kósí að vera í blautum gallabuxum!! og ég var orðin soðin á puttunum í gegnum vettlingana.
Stefnumótið, svo ég útskýri það fyrir þeim sem gætu haldið að ég væri að hössla hérna í Sverige, var sumsé við ungan mastersnema í sálfræði sem tók viðtal við mig og lét mig taka tvö persónuleikapróf sem hluta af ritgerðinni sinni. Ég fæ svo eftir ca. hálfan mánuð greiningu á 'mér' og hvernig ég 'er'. Spennó. Þetta var bara voða gaman. Annað prófið var svona að skoða horfa á myndir og segja söguna á bakvið myndina. Dáldið fyndið. Voðalegt drama í öllu hjá mér (djí I wonder why)
Próf dauðans gengur svona tjaa það gengur skulum við bara segja. En vÁ hlakka ég til á mánudaginn!
<< Home