handlagni?
Ég keypti mér forláta 'jólakrans' í IKEA um daginn, kringlóttur úr svona glærri jólaseríu eiginlega, (æi eiga ekki allir svona? Búið að vera til í nokkur jól) altjént. Kransinn átti sumsé að hengjast upp í stofunni sem loftljós og til þess fylgdu meira að segja þar til gerðir krókar. Nú það er skemmst frá því að segja að ég fór í Åhléns og keypti deili eða tengi eða eitthvað í þá áttina til að tengja ófétis kransinn við hingar svo mjög hentugu ljósaklær sem Svíarnir nota til að tengja hjá sér loftljósin. Sat agalega handlaginn og myndarleg við að klippa og tengja, skrúfa og síðan hengja herlegheitin í loftið hjá mér. PÚFF ! Svartamyrkur. Sló út. Ég mundi skyndilega að ég er ekki rafvirki og staulaðist fram á gang til (að ég hélt sko) slá inn rafmagninu. En nei nei við mér blasti taflan hans Edisons frá sokkabandsárum rafmagnsins. Einhvað hallæris skrúfgangsöryggi sem var þokkaleg sprungið. Nettur sviti þegar ég áttaði mig á því að ég hefði nú sennilega bara getað farið mun verr út úr þessu fikti mínu. Átti auðvitað ekkert aukaöryggi svo ég varð að velja á milli þess munaðar að horfa á sjónvarpið eða pissa í björtu. Taldi skrefin frá hurðinni að klósettskálinni og lagði töluna á minnið áður en ég fórnaði ljósinu á baðinu fyrir rafmagn á stofuna. Meira ruglið. Don't try this at home kids!
<< Home