laugardagur, október 22, 2005

áhættusækni og smáborgaraháttur

Gerðist áhættusækin í eitthvert fyrsta skipti á ævinni. Hún fólst í því að fara í klippingu og strípur hérna í Svíþjóð. Svíar eru að vísu með mjög flott hár svona yfir höfuð (excuse the pun) en málið er að ég er ekki með sænskan hár-orðaforða SEM að er mjög mikilvægt ef maður ætlar ekki að eiga á hættu að koma út með mullet eða það sem Svíar kalla 'business in the front, party in the back'. En sumsé, ég held ég hafi nú bara komist nokkuð vel frá þessu og hárið á mér er amk ekki grænt eða fjólublátt.
Annars fór ég í skólann í dag og hitti nokkra bekkjarfélaga mína og smáborgaralegt eins og það kann að hljóma þá var ég ótrúlega fegin að heyra að allir voru í sama ruglinu og ég þegar kom að þessari hallæris prófspurningu eitt. Fólk var jafnvel að láta hafa það eftir sér að þetta væri mest krefjandi og margslungasta spurning sem það hefði nokkurn tíma fengist við á sínum háskólaferli. Sterk orð en í gær leið mér nú samt eins og þau færu ansi nálægt sannleikanum. Samt sit ég hérna á föstudagskvöldi og er ekki búin að gera neitt í þessum málum síðan í hádeginu og ætla í kæruleysi að taka mér frí á morgun til að vera með MajBritt og einkasyninum og englabossanum honum Agli Orra sætalíusi.
æi stundum þarf maður bara að eiga frí.
Hún Hanný vinkona mín á afmæli í dag - innilegar hamingjuóskir snúllan mín. !!
Free counter and web stats