mánudagur, janúar 30, 2006

Heimsókn á Italiensvej

Lét L O K S I N S verða af því í gær að heimsækja hana Ástu frænku mína + familju í Köbenhavn. Búin að vera á leiðinni síðan í ágúst. Eníveis, rosalega notalegt að koma þangað. Kaffi og nýbökuð súkkulaðikaka og endalaus kjaftatörn sem leiddi svo til hvítvínssöturs og ljúffengs túnfiskspasta og alltof seina heimför fyrir litla stúfinn minn. En kærar þakkir fyrir mig og okkur familjan Bernburg þetta var frábært!
Í dag er svoooooo kalt í Lundi - brrr svona 'nístir-bein-og-merg-kuldi' en frostið hefur lagst á trjágreinarnar og húsin og gert allt svo ótrúlega fallegt að það er eiginlega næstum því þess virði (HEY ég sagði næstum því). Ég held bara að ég verði að fara út og taka nokkrar myndir af þessu því það er líka algjört logn svo það er bara einhvern veginn þessi friðsæla stilla og þoka. Maður fær netta Narníu-tilfinningu eða amk einhverja svona ævintýralandstilfinningu. Magnað.
En þvottahúsið kallar svo ég læt þessu lokið í bili
Free counter and web stats