mánudagur, janúar 23, 2006

Vagnstjórar

Ég ætla síst að fara að kvarta undan almenningssamgöngunum hérna í Lundi, enda eru þær afspyrnu góðar og ég nota þær mikið. En það er eitt sem er soldið spes og það er að nánast allir (eða amk sem keyra fjarkann sem er vagninn minn) vagnstjórarnir eru innflytjendur, oftar en ekki arabar eða pakistanar. Nú hef ég ekkert á móti þessum þjóðflokkum - þekki þá satt best að segja mjög lítið. En þessir sem um ræðir eiga þó það eitt sameiginlegt að vera afspyrnu slakir ökumenn. Kannski þeir hafi aldrei lært það og þetta sé bara 'on-the-job-training' en þeir eru amk mjög slappir bílstjórar.
Í dag varð ég nefnilega vitni að ansi skondnu atviki þegar ég var á leiðinni heim úr bænum. Ég kom inn í vagninn á Bantorget sem er nálægt brautarstöðinni, þaðan er ein stoppistöð niðrá hinn Lundíska "Hlemm" sem heitir Botulfsplatsen. Nema hvað þegar ég er að koma inn sé ég að stúlka nokkur er að 'rökræða' við vagnstjórann um að hún þyrfti að komast út en hann var ekki á því. Svona áður en þið haldið að þeir séu líka 'sækó' mannræningjar þá var málið sumsé það að hún hafði greinilega komið inn nokkrum stoppistöðvum áður og borgað með hundraðkrónaseðli og hann átti ekki skiptimynt (það kostar 12 SEK í strætó). Sumsé hún er að segja að það sé ekki hennar vandamál að hann eigi ekki skiptimynt (en þeir eru með stóra tilkynningu um það við greiðslubaukinn að vagnstjórinn eigi alltaf skiptimynt fyrir 100 SEK). En hann vildi að hún kæmi með sér niðrá "Hlemm" og þar ætlaði hann inn á miðasölu og sækja skiptimynt og gefa henni tilbaka. Honum varð ekki bifað með þetta. Hann ætlaði sko ekki að gefa eftir 12 krónurnar - greyið stelpan reyndi að útskýra fyrir honum að hún væri að verða of sein í skólann og hefði ekki tíma til að standa í því að fara auka 2 stoppistöðvar til að þurfa svo að labba tilbaka í skólann. En NEI NEI NEI það var þetta eða hún mátti borga allar 100 krónurnar fyrir farið. Stelpugreyið gafst að lokum upp og féllst á það að halda áfram með vagninum. Nú þegar þangað kom þá ákvað þessi dásamlega vagnstjóri að taka upp 3 af svona ca. 15 manns sem biðu eftir honum í skítakuldanum áður en hann lokaði hurðinni framan í fólkið og dreif stelpuna með sér inn á miðasölu. Þetta tók allt saman svona 5-7 mín (sem tafði vagninn um sama tíma augljóslega) og þegar hann kom aftur tók hann svo ca. 7 af þessum (núna) 20 farþegum sem máttu bíða úti eftir honum áður en hann tók svo fyrirvaralaust af stað og skildi restina eftir til að taka næsta vagn (sem var að vísu á hælunum á þessum). Nú til að bæta upp fyrir seinkunina sem þetta olli keyrði hann svo eins og brennt svín og þeir sem létu svo lítið að vera að labba yfir gangbrautir eða að öðru leyti ferðast um á götunum áttu fótum fjör að launa að koma sér undan.
Dásamlegur gæi þessi - en greinilega STRANGheiðarlegur :)
Free counter and web stats