Vanaföst
Ég er ótrúlega vanaföst - ég meina ekkert svona anal beint - en svona frekar mikið samt. Ég til dæmis fer alltaf í sama búningsklefann í ræktinni og fer alltaf sömu megin inn í hann. Hengi fötin mín nánast alltaf á sama snagann og fer alltaf í sömu sturtuna. Ég labba alltaf sömu leiðina niður í bæ eftir ræktina og labba á sömu strætóstoppistöðina (sem er ekki sú sem er styst frá sko). Ég geri þetta meira að segja án þess að taka eftir því - það er að segja þangað til í dag þegar ég fór að veita þessu athygli. Ég set líka alltaf pallinn minn á sama stað í pallatímunum og stilli mér á sama staðinn í eróbikktímunum.
Gvvvvvuuuuuð ætli þetta ágerist svo með árunum og verði full-fledged árátta þegar ég verð orðin (ef Guð lofar) eldgömul kelling?
H J Á L P !
Annars var yndislegt veður í dag þegar ég labbaði niður í bæ eftir leikfimi. Sólin skein en það var samt Brrrrrrr ískalt svo ég hætti að finna fyrir nebbanum á mér (ekki að ég finni alla jöfnu svo mikið fyrir honum svona dagsdaglega). Ég stakk mér aðeins inn í Ginu Tricot svona til að hlýja mér og kom út - alveg óvænt og óvart - með einn rosalega sætan bol. Svo dreif ég mig nú bara í strætó (HEY ekki á sömu stoppistöðinni og alltaf VEI ég á ennþá von) og fór til Mörtu minnar og fékk mér rúnstykki með skinku og osti. Mmmmmm hún Marta ætti að eiga einkarétt á frasanum 'nýbakað' . Þvílíkt lostæti!
Nú svo þegar ég kom heim lét ég loks verða af því að hringja í hana Ástu Björgu frænku mína í Köben og skipuleggja heimsókn til hennar á sunnudaginn. Skömm frá því að segja að ég hafi ekki drattast til hennar fyrr - og við erum meira að segja NÁskyldar og hún er rosalega skemmtileg.Þ Þannig að þetta verður rosagaman. Alltaf gaman að koma til Köben :)
En nú er ég að huxa um að fá mér smá kríu og bið þess vegna að heilsa í bili - aaaaaaaaah ljúft að vera námsmaður í helgarfríi :)
<< Home