fimmtudagur, janúar 26, 2006

Þegar hlutirnir koma ánægjulega á óvart

Það er nefnilega þannig að aðferðarfræði/vísindaheimspeki-viðbjóðurinn sem ég lýsti hérna á blogginu um daginn ætlar að reynast drjúgt áhugaverður. Svo magnað hvað einn góður kennari getur breytt miklu. Henni Catarinu er nefnilega að takast að vekja mann til glettilega mikillar umhugsunar um þessi mál öll. Ekki að ég sé að taka 180° á þetta með öllu. Mér finnst ennþá Alvesson og Sköldberg bókin mökk leiðinleg - en kjarninn (þegar maður skilur hann frá hinu MJÖG svo mikla hismi og bla bla bla-i sem umlykur hann) er skemmtilegur. Soldið ógnvekjandi samt hvað þetta færir mann miklu nær ritgerðarsmíðinni. Svona í ljósi þess að ég er NÝBYRJUÐ í þessu námi finnst mér tíminn hérna líða alveg rúmlega hratt.
Annars erum við saman í þessum kúrsi, East - and Southeast Asian línan (sem ég er í ) og Southeast Asian línan (sem er hin fámennari lína) Altjént þá er stelpa í 'hinni' línunni sem situr í fyrirlestrunum og kinkar þessi ósköp kolli og er svo ofsalega sammála kennaranum í öllu sem hún segir. Ekki nóg með að líkamstjáningin sé öll í þessa veru heldur er hún sí og æ að játa (með orðum) og jánka því sem kennarinn er að segja. Hún eiginlega hagar sér eins og fyrirlestrarnir séu bara tveggja manna tal þeirra. Þetta er svosem ekki (ennþá orðið) pirrandi - meira svona skondið. Kannski fattar hún ekki að hún er að þessu eða kannski er þetta hennar leið til að láta vita að hún sé vel lesin.
Erfitt að segja - en gaman að fylgjast með :)
Free counter and web stats