sunnudagur, janúar 22, 2006

Þá ung ég var...

... var ýmislegt til og var notað í daglegu lífi. Til dæmis skífusímar, (man hvað mér fannst við rosalega grúví þegar við komum heim til Íslands með takkasíma árið 1983) kasettutæki, plötuspilarar, vasadiskó (gott nafn btw) sjónvarpsleikjatölvur, commodore 64 et cet. En svo allt í einu lendir maður í atviki sem lætur mann verulega átta sig á því að maður hefur elst alveg helling og things just aren't the way they used to be. Eftirfarandi samtal, sem ég varð vitni að í Hagkaupum á Þorláksmessu staðfestir þetta.
Afgreiðslustúlka 1: Gvuuuuuð gegt vandræðalegt sem ég lenti í
Afgreiðslustúlka 2: Nú hvað?
Afgreiðslustúlka 1: Æi það kom sko kona áðan sem var að versla gegt mikið og svo var hún að fara að borga og þá borgaði hún með svona - æi hvað heitir það aftur - svona blað sem mar skrifar sjálfur en er samt peningur?
Afgreiðslustúlka 2: Ávísun?
Afgreiðslustúlka 1: JÁ! einmitt ávísun, og ég vissi bara ekkert hvað 'etta var og hún hló gegt að mér
Sagði einhver kynslóðabil?
Free counter and web stats