Nafnahugmyndir
EKKI það að ég sé neins staðar nálægt því að vera ófrísk en ég hef þó velt mjög fyrir mér hvað ég myndi nefna væntanleg(t) barn/börn. Miðað við það sem ég hef heyrt að þyki fullkomnlega eðlilegt þessa dagana þá sé ég að eftirfarandi er ekki fjarri lagi
Ef drengur þá:
Hlaðvarpi Hugleikur
Nú ef stúlka þá:
Endaleysa Valentína
Fallegt ekki satt?
Annars er ég í kátu skapi í dag, mér gekk vel í síðasta kúrsi og fæ einkunn á morgun.
HINSVEGAR
er ég að byrja í næsta kúrsi sem er VIÐBJÓÐUR DAUÐANS! Aðferðarfræði vísinda. Ég er up to my ass í alls konar -ismum og logyum sem ég skil ekki og þaðan af síður veit hvað standa fyrir.
Dæmi úr hinni sískemmtilegu bók 'Reflexive Methodology' eftir Sköldberg & Alvesson.
'To some extent this division overlaps with the dichotomy between scholars who adopt a robust and objectivist ontological approach and those with a consciousness- and experience-oriented interpretive view of ontology and epistemology.'
Þar fyrir utan þarf maður náttúrulega að fara aðeins yfir:
positivism og post-positivism og post-structuralism og alethic hermeneutics (sem ég las oftar en einu sinni sem athletic hermeneutics og skildi síst hvað íþróttir komu málinu við) og ekki má gleyma neo-idealism, neo-Kantanism, Grounded Theory, Critical theory, post-modernism, discourse analysis, og öllu hinu skemmtilega namminu sem ég er að fara að lesa allt um á næstu vikum.
ÞANNIG AÐ ef ekkert heyrist í mér er ég mjög sennilega dauð úr leiðindum!
<< Home