Snjór snjór snjór
allt á 'kafi' í snjó hérna í Lundi. Það hafði greinilega snjóað í alla nótt, þessum líka "skemmtilega" púðursnjó sem maður rennur út og suður í. Svíasnillingarnir á fullu að reyna að komast um á hjólunum sínum (sem sum hver eru nú hættulega nálægt því að vera forngripir, og gæðin á dekkjunum eftir því) sem auðvitað gengur ekkert og þeir renna á mann ef maður passar sig ekki. Ég sumsé ákvað þess vegna að labba í ræktina í morgun og skilja hjólfákinn eftir heima.
Hvað gerði ég meira, látum okkur sjá, já ég framdi smá lögbrot á höfundarréttarlögum þegar ég ákvað að ljósrita nokkra kafla upp úr einni (af fjórum!!!!!) bókum um aðgerðarrannsóknir & aðferðarfræði sem er ætlast til að ég lesi á næstu 5 vikum. Held ég neyðist samt til að kaupa amk tvær þeirra og mig bara langar svoooooooooooooo lítið að eyða mínum mjög svo takmörkuðu peningum í þetta ógeð. ENNN það er víst lítið við því að gera svo það er alveg eins gott að eyða ekki orku í að pirra sig á því.
Annars er dásamlegur föstudagur í dag og ég ætla að leyfa mér að glápa á sjónvarpið í kvöld í stað þess að lesa - það er ef það er eitthvað í því.
<< Home