Fróðleiksfýsn
Þar sem ég rölti um gangana niðrá aðalbókasafni í dag og leitaði að bók nokkurri fékk ég skyndilega og yfirþyrmandi löngun til að drekka í mig allan þennan fróðleik sem var í hillunum þarna. Trúarbragðafræði, samfélagsfræði, fornleifafræði, stjórnmálafræði, siðfræði og og og og og...
Ég er að vísu auðvitað nógu jarðbundin til að vita að mér myndi hvorki endast þrek né (geð)heilsa til að setja mig inn í öll þessi ólíku viðfangsefni. En mikið rosalega voru þetta áhugaverðar bækur.
Einu sinni, fyrir löngu þegar ég bjó í Boston, kenndi mér prófessor sem var búinn að venja líkama sinn við að sofa bara 2 - 2 1/2 klst. á sólarhring. Restina af nóttinni, meðan við hin sváfum á okkar græna, las hann. Allt milli himins og jarðar - ekkert viðfangsefni var honum óviðkomandi. Þetta hafði hann gert í yfir 20 ár og var enda ótrúlega víðlesinn maður. Hann til dæmis sá strax á nafninu mínu í stúdentalistanum að ég var frá Íslandi og hann var lygilega fróður um land og þjóð miðað við að hafa aldrei komið til Íslands. Ótrúlega magnaður gaur sem ég man því miður ekki nafnið á í augnablikinu.
Nú er ekkert sem stöðvar mig - nema kannski mastersnám, barnauppeldi og tímaleysi - í að sökkva mér ofan í þessa titla sem ég rak augun í.
Vad är moralskt rätt? - Religion in social context - A history of world sociecties - Nationalism - Ancient Greece - The law of wars - China under Jieng Zemin et cet.
Ég gat bara ekki ákveðið hvað mér fannst áhugaverðast. Og það er kannski kjarni málsins, höfum við ekki bara OF mikið val. Ég meina í alvörunni - er frelsið sem fylgir nútímasamfélagi ekki bara sumu fólki um megn hence þunglyndi hence óhamingja hence sjálfsmorð. Ekki að ég sé eitthvað að meina að frelsi sem slíkt sé slæmt eða að ég sé ekki þakklát fyrir að hafa það mér bara datt þetta svona í hug þegar ég var að væflast um bókasafnið og láta hugann reika. Stundum er gaman að velta fyrir hver hvernig lífið manns væri öðruvísi ef maður hefði valið sér aðra braut í lífinu....
<< Home