þriðjudagur, janúar 17, 2006

Kaffiuppáhellingar

Þau undur og stórmerki hafa gerst síðan ég snéri aftur til Svíaaríkis að ég hef hvorki meira né minna en þrisvar sinnum hellt upp á kaffi HANDA MÉR! Ég hef sko aldrei gert það áður - NEVER í neinum af híbýlum mínum EVER. Hélt meira að segja aldrei að ég yrði þessi 'týpa' (ef það er hægt að kalla kaffidrykkjufólk það) sem drykki svona venjulegt uppáhellt kaffi. Ég hef nefnilega soldið snobbað fyrir svona gæðakaffi og þóst ekki drekka neitt annað. En hvað um það, ég hefði kannski betur hellt upp á kaffi í morgun þá hefði ég kannski ekki SOFNAÐ í strætó á leiðinni niðrí bæ. OJ hallærisleg, æi vitiði ekki þegar þið eruð svona á milli svefns og vöku og eruð einhvern sífellt að hrökkva upp og þá fattar maður hvað maður lítur geðveikt bjánalega út. Jú jú ég tók mig til og gekk skrefi lengra og sofnaði ofan í bókina sem ég var að lesa og vaknaði við það að ég missti hana á gólfið með frekar miklum látum. LÚÐI!
Annars er lífið bara gott, ískalt, en gott ........ svona ef maður sættir sig við að sitja með dúnsæng og flísteppi í síðum nærbrókum fyrir framan sjónvarpið/tölvuna á kvöldin. En þetta er fínt - herðir mann bara. Það held ég nú
Free counter and web stats