Svefnsýki
Nokkuð viss um að ég þjáist af henni. Svaf til hádegis, eða svona eins nálægt því og hægt er að komast með sprækan 4 ára strák í íbúðinni, og ætlaði samt ekki að geta rifið mig á lappir. Ég meina það. Sem þýðir samt auðvitað að ég er ekki vitund syfjuð núna kl. hálftólf svo ekki verður þetta dagurinn sem ég sný sólarhringnum aftur við.
Annars var helgin óvenjuljúf. Við Egill Orri fengum gest frá Kjöben. Hana Siggu Dóru sætu sem er nýflutt þangað til danska kærastans. Við elduðum góðan indverskan kjulla, átum svo óheyrilegt magn af sælgæti og horfðum á video og kjöftuðum. Kíktum svo aðeins í 'mallið' í dag þar sem ég skipti nýju stígvélunum í einu númeri minni stærð og keypti mér pils í Vero Moda. HEY! það var amk á útsölu.
Datt svo í nostalgíu-flipp með honum syni mínum seinnipartinn og 'lék' mér í Lego í heila 3 klst. Þetta var exercise í þolinmæði því mér var uppálagt að byggja glæsilegan slökkviliðsbíl ÁN þess að vera með teikninguna (leiðbeiningarnar). Eftir þrjá tíma var ég sumsé komin með fremri helminginn bara nokkuð flottan. Seinni parturinn fær að bíða morgundagsins.
Annars er ég í fríi núna þangað til á fimmtudaginn hvorki meira né minna. Sem er frekar yndisleg tilfinning. Það er að segja vegna þess að þetta er svona guilt-free frí þar sem ekki hangir yfir mér próf eða verkefnaskil sem ég er að trassa. DÁSAMLEGT líf að vera námsmaður stundum.
<< Home