sunnudagur, febrúar 05, 2006

Dansgenið

Jæja enn ein ljúf helgin að renna sitt skeið. Ég er undir miklum áhrifum frá henni Katrínu og hef setið hérna samviskusamlega alla helgina (þegar gefist hefur auð stund) og límt myndir frá haustinu inn í albúm. Þetta er að taka á sig mynd (he he he no pun intended) og úr er að verða hin fínasta saga. Þá er bara eftir að skrifa smá texta undir og då är det klart!
---- ---- ---- ---- ---- ---- ---- ---- ----
Fórum í kirkjuskólann við Egill í gær, hann vakti mig sko fyrir kl. 08 og þar sem ég hafði sofnað frekar snemma kvöldið áður dreif ég mig bara á fætur og skellti í eina skúffuköku sem síðan var skreytt með Smarties og ljúffengu smjörkremi (svona eins og mar fékk í barnaafmælunum gamla daga). Þetta tókum við með okkur í kirkjuna og það hittist svona líka vel á að það voru íslensk hjón sem búa hérna í Nöbbelöv sem voru akkúrat að skíra tvíburadætur sínar og buðu öllum viðstöddum í létt kaffi, kleinu og flatköku-með-hangikjöti boð á eftir. Kakan kom því sem kölluð ofan í krakkana sem voru frekar sátt. Stelpurnar (sem voru ótrúúúúúlega sætar dúllur) voru skírðar Hildur Ylfa og Katrín Una - sumsé bara svona 'venjulegum' nöfnum.
---- ---- ---- ---- ---- ---- ---- ---- ----
Nú dreif mig svo í ræktina í hádeginu í dag. Það er sko svona 'advanced' Aerobic tími í hádeginu á sunnudögum, hjá henni Jenny minni. Ég fór sko fyrir hálfum mánuði í þennan tíma og var vægast sagt eins og álfur út í hól. Hún hvatti mig nú samt til að koma í dag því þá ætlaði hún að vera með nýja rútínu og það væri auðvelt fyrir mig að koma og læra hana bara almennilega og þá færi ég létt með þetta. Eeehemm já immitt sko, ég hef EKKI vott af dansgeni eða takti í mér og á mjög erfitt með hand-to-foot-coordination svo þið getið ímyndað ykkur hvað ég var glæsileg í þessum tíma. Hékk samt með út allann tímann enda var þetta hörkupúl, skemmtileg tónlist og ekkert leiðinlegt - alls ekki, bara frústrerandi að ná þessu ekki 100%. ENNNNN þetta kemur svo ég ætla mér að mæta aftur næsta sunnudag og negla þetta. Britney Spears move over!!
---- ---- ---- ---- ---- ---- ---- ---- ----
Í dag var svo farið í marglofaða og umtalaða bíóferð með Leó og Egil á Chicken Little (á sænsku auðvitað) og svo gerðum við Katrín heiðarlega tilraun til að setjast inn á Espresso House of fá okkur 'rólegan' kaffibolla - já nei nei ekki svo mikið rólegur. Egill og Leó eru vægast sagt ekki kaffihúsavænir og hömuðust og djöfluðust út um allt og uppá öllu þar til okkur var ekki lengur vært þarna inni og flúðum. Nú er Katrín sumsé með þá úti í brekku til að leyfa þeim að fá útrás fyrir alla þessa hreyfiþörf, planið er að þeir sofni þá kannski vært í kvöld. En þvílíkur himneskur indælis friður er hérna inni hjá mér á meðan.... AAAAAAAAAAhhhh!
---- ---- ---- ---- ---- ---- ---- ----- ----
Annars er rétt að senda kveðju til Dr. Hrundar sem á 30 ára afmæli í dag. Another one bites the dust í saumó sumsé. Sorry að ég gat ekki verið með ykkur í gær stúlkur mínar.
Free counter and web stats