miðvikudagur, febrúar 01, 2006

Pirr pirr

Í dag fór ég með bekknum mínum á kínverskan veitingastað niðrí bæ og fagnaði kínversku nýári sem gekk í garð á laugardaginn. Við átum skrítinn mat sem átti lítið skylt við Kína og skáluðum ári Hundsins en þetta var nú samt bara þrælgaman - það er nefnilega svo mikið af skemmtilegu fólki með mér í bekk. Þetta varð samt til þess að ég komst ekki í eróbikktímann minn en maður getur víst ekki gert allt.
----- ----- ----- ----- ----- ----- ----- -----
Fékk nett stresskast yfir því að eiga myndirnar frá Lundi bara inni á vélinni minni svo ég tók mig til og brenndi þær á disk um daginn og bætti svo um betur í gær þegar ég fór með þær í framköllun. 297 stk takk fyrir. Meingin er svo að setja þetta oneday someday í albúm en þau sem ég hef séð hérna hingað til eru svo forljót að ég bíð aðeins. Þetta verða eflaust einhvern tíma stórmerkilegar minjar.
----- ----- ----- ----- ----- ----- ----- -----
Allt brjálað hérna á Eyrarsundssvæðinu yfir skopmyndabirtingu Jyllands-Posten af spámanninum Múhameð. Þetta mál í heild sinni fer í taugarnar á mér. Ég get alveg fallist á að það beri að sýna trú annarra (eða trúleysi eftir því sem við á) virðingu og allt það en þetta mál er svooooooooooooooo being blown out of proportion. Ég meina sprengjuhótanir, boycott á dönskum vörum og óeirðir, tal um ofbeldi gagnvart dönskum ríkisborgurum í Miðausturlöndum eru bara aðeins of mikið af því góða. Hvað heldur þetta fólk eiginlega að það sé?! Ef það ætlar að funka í þessum heimi þá verður það bara að þola að á Vesturlöndum ríkir tjáningar-, rit- og prentfrelsi og það þýðir að ALLIR (já líka kjánarnir) mega hafa skoðun og tjá hana á þann hátt sem þeir vilja. OG HANANÚ!
Free counter and web stats