þriðjudagur, janúar 31, 2006

Athyglivert ?

Fyndið hverju maður getur staðið sig að því að veita athygli. Tvennt sem ég tók eftir í dag til dæmis, vita gagnslaust, en samt ......
- það eru lygilega margar hárteygjur liggjandi á götum Lundarbæjar. Nei ég meina ég labbaði niður í bæ í dag og taldi örugglega meira en 30 stk liggjandi eins og hráviði út um allar trissur
- ótrúlegt hvað það er mikið framleitt af drasli - þá meina ég ljótum, ónytsamlegum og beinlínis fáránlegum varningi sem þjónar þeim eina tilgangi að taka pláss í þessum heimi. Ein búð hérna í Lundi (sem fyrir utan það að bjóða upp á mjög ódýra framköllun á digital myndum) er full af nákvæmlega svona dóti
fór annars í ræktina í dag og það var afleysingakennari í staðin fyrir hana Malínu mína - einhver 'kelling' sem var amk 45. Nú mín hélt auðvitað að þetta yrði einhver algjör frúarleikfimi og var svona alvarlega að íhuga að laumast út. Neeehei! þetta reyndist nú bara vera með betri eróbikktímum sem ég hef farið í. Rosastuð, góð spor, dúndurtónlist og hörkupúl. Kennir manni að dæma ekki eftir útliti - HA!
Free counter and web stats