L Í N
Dásamlegt fyrirbæri þessi lánasjóður. Nei í alvörunni, ég er ekkert vanþakklát fyrir tilvist hans og finnst auðvitað voðalega gott að geta fengið niðurgreitt lánsfé til að borga fyrir menntun mína og allt það. Það verður samt að segjast að sumar reglurnar eru dáldið undarlegar. Til dæmis sendu þeir mér bréf um daginn sem sagði að ég kynni að eiga rétt á frestun afborgunar námslána þar sem þeir hefðu 'áttað sig á' að ég væri skv. þeirra gögnum í námslánahæfu námi OG væri greiðandi námslána. (það er rétt að taka það fram að þetta var fjöldasending sem fleiri fengu en ég) Þetta var svolítið svona í anda 'YOU MAY ALREADY HAVE WON A MILLION DOLLARS!' bréfin sem maður fékk send í Bandaríkjunum. Eina sem maður þurfti að gera var að uppfylla vitaóuppfyllanleg skilyrði. Enda þegar til kom þá átti ég engan rétt á frestun afborgunar vegna þess að ég hafði verið of tekjuhá á síðasta tekjuári (2005 sumsé). Þannig að ekki einungis eru tekjur mínar tekjuárið 2005 notaðar til að skerða námslán mín allt skólaárið 2005-2006 heldur má ég nota 20% þeirra til að greiða af núverandi lánum. Klassískt ekki satt :)
ENNN sumsé greiðslan fyrir haustönn komin í hús og yfirdrættinum borgið í bili! Best að hætta að kvarta :) :) :)
<< Home