Laugardagsrúntur
Jæja þá er mar nú aldeilis búin að fá fyrir peninginn í dag. Við Gróa brugðum undir okkur betri fætinum og skelltum okkur í Höganäs í dag og var verslað aðeins upp í stellið góða. Þegar þangað kom vildi svo skemmtilega til að það var 20% afsláttur á öllu í búðinni og þar að auki 50% afsláttur af öllum mótum, formum, fötum og stærri skálum svo míns gerði náttlega dúndurkaup á þessu öllu og er nú að nálgast það að geta skammlaust boðið fólki í mat einhvern tíma þegar ég verð stór og hef efni á borðstofuborði sem rúmar þetta allt saman.
Nú svo var Helsingborg tekin í bakaleiðinni og við skelltum okkur yfir sundið til Helsingör sem var bara rosagaman. Rosalega kalt að vísu og lítið líf þar sem allar búðir loka kl. 14:00 á laugardögum og göngugatan var því frekar draugaleg. En við fengum okkur gott að borða og einn öl ([berist fram [uuuuul]) og gerðum bara gott úr þessu. Þannig að þetta var bara rosafínn dagur og núna á að skella sér í bíó með henni Katrínu Rós á tvo sæta hommakúreka sem fella hugi saman.
leiter ....
<< Home