föstudagur, febrúar 10, 2006

Köben og 'kreisí' kúrs

Skrapp til Köben í dag, hætti mér yfir sundið og hitti Siggu Dóru í lunch. Rosa næs. Gerði heiðarlega tilraun til að panta mér sveittan borgara en gekk illa. Hann reyndist überhollur - grillaður og hlaðinn grænmeti - ekki einu sinni tómatsósa á 'kvekendinu'. Sem var náttúrulega ágætt þar sem ég hafði rúmlega fullnægt kaloríuinntökunni með Tuborg classicnum sem ég sötraði með en svo ákallaði súkkulaði&nougat tertan þeirra mig þannig að þegar upp var staðið varð þetta ansi kaloríurík máltíð..... aaaahhhhh OG HVAÐ MEÐ ÞAÐ? You only live once.
Annars varð mér það á að skoða kúrsalýsinguna + lesáætlun og verkefnaálag næsta kúrss (eru tvö ess í því?) og fékk vægast sagt hland fyrir hjartað. Þær eru nett ofvirkar þessar gellur sem ætla að kenna þetta og ég er ansi hrædd um að maður fái heldur betur að vinna fyrir 'kaupinu' sínu í honum. Ég bara hlýt að verða svaðalegur Kína expert eftir þetta. Ellegar skal ég hundur heita!
Annars er alltaf föstudagur - hafiði tekið eftir því?
Free counter and web stats