Sending að heiman
Er eitthvað dásamlegra þegar maður býr í útlöndum en að fá pakka að heiman? Ég held bara svei mér ekki. Fékk einn svoleiðis í gær - frá mömmunni minni - sem innihélt alls konar gúmmelaði og skemmtilegheit. Séð&Heyrt, Moggann (í alvöru pappírsútgáfu), fylltar lakkrísreimar, kúlusúkk, síðar ullarnærbrækur á okkur mæðginin og bjúgu handa Agli svo eitthvað sé nefnt. Oooh þvílík hamingja. Ég HLJÓP út í Willy's að sækja hann þegar tilkynningin kom loksins í gær.
TAKK KÆRLEGA fyrir okkur elsku mamma og pabbi.
---- ---- ---- ---- ---- ----
Annars er nett tilvistarkreppa í gangi hjá mér í dag. Bara get ekki ákveðið hvernig er skynsamlegast að haga næstu 18 mánuðunum í lífi mínu. En næstu 45 mín ætla ég að eyða í heitu baði - ég veit það þó :)
Baby-steps!
<< Home