miðvikudagur, febrúar 08, 2006

Gremj....

Ég er í gremjukasti yfir bankanum mínum honum Íslandsbanka. Ég hef verið afar sátt við þá þjónustu sem ég hef fengið þar síðastliðin 15 ár eða svo en í dag er ég ósátt. Eftirtalið leggur sitt af mörkum til gremjunnar:
a) þjónustufulltrúinn minn hættir án þess að maður sé látinn vita eða manni úthlutaður nýr
b) yfirdrátturinn minn vegna LÍN er felldur niður sjálfkrafa þegar LÍN greiðir út námslánin og bankinn tekur sér bessaleyfi að millifæra af öðrum reikningum í minni eigu til að stilla af námsmannareikninginn minn. Að sjálfsögðu án þess að láta mig vita (er það nú einu sinni bara löglegt??)
c) ÍSB finnst rétt að lána bara fyrir 90% af lánsáætlun LÍN í formi yfirdráttar - af því LÍN lánin eru náttúrulega svo gríðarlega há og námsmenn lifa allt of miklu lúxuslífi as it is
d) það virðist í fljótu bragði ekki vera mikið að marka þau loforð sem gefin eru ef fólk gengur í hina bráðsniðugu Gullvild (but the jury is still out on this one)
e) þeir dirfast að skuldafæra á mig vanskilakostnað vegna yfirdráttar sem ÞEIR veittu mér og segja núna að ég hafi farið framúr - SEM ER EKKI RÉTT
og síðast en langt í frá síst - mér er sýnt þvílíkt yfirlæti og hroki þegar ég hringi - FRÁ ÚTLÖNDUM - til að fá útskýringar og svör á þessum ósköpum.
GAAAAAAAAAAAARRRRG ég þoli ekki yfirlæti og það vita þeir sem þekkja mig!!
Free counter and web stats