laugardagur, maí 20, 2006

Aldursfræði

Af hverju er það, að vera álitin eldri en maður er (nánast) hól þegar maður er yngri en argasta móðgun þegar kona/maður er komin(n) yfir ákveðinn aldur? Fór allt í einu að spá aðeins í þessu þar sem ég labbaði heim úr ræktinni í dag. Maður segir um yngra fólk að það sé 'fullorðinslegt' ef það lítur út fyrir að vera eldra en það er, en notum orðið kellinga/kallalegt um fólk sem er yfir, tjaa segjum tvítugu. Orð sem hafa frekar neikvæða (en jákvæða) merkingu. Tökum til dæmis stúlkuna sem keppir fyrir hönd Danmerkur í Júróvisjón í kvöld. Eftir myndbandinu að dæma (og reyndar röddinni líka) hélt ég að hún væri svona á milli 25 og 30 ára en var snarlega leiðrétt af Bryndísi sem sagði mér að hún væri ekki nema 17 ára. Líklegt væri að þessari stúlku fyndist þetta vera hól á meðan að ég yrði t.d. stórmóðguð ef einhver teldi mig vera á bilinu 37 - 43 ára!! (skemmst er að minnast ofurgleði minni yfir að vera talin 25 ára fyrr í vor).
(hamar)saga dagsins .... HA!
Annars heldur júróvisjóndrama dagsins áfram hérna í Svíaríki. Ekki nóg með að aumingja Carola hefur þurft að sitja undir (stanslausum) árásum frá öfundsjúkri Silvíu Nótt heldur er hún núna að verða raddlaus (NB! hún var sögð það líka fyrir undanúrslitin hérna í Sverige). Það er því öll Svíþjóð í heljargreipum með hvernig þetta gengur nú hjá henni í kvöld. Eru ekki bara gömlu prinspólóumbúðirnar -sem tókst að villa á sér heimildir sem buxur- að senda einhverjar skrítnar 'víbrasjónir' þegar þær komust í nálægð við hljóðnemann? Ég held það. Carola mín skiptu bara um 'átfitt' og röddin verður í fínu lagi í kvöld esskan.
Free counter and web stats