föstudagur, maí 19, 2006

Lundur lifnar við

Á fjögurra ára fresti 'the carnival comes to town'. Það er að segja hið landsfræga Lundakarneval er haldið mjög hátíðlegt. Ég hafði raunar ekki hugmynd um hversu flott þetta virkilega er fyrr en Mimmi vinkona mín bauð mér í bíó í kvöld á - Karnevalmyndina- that's right folks. Það er sko búin til heil bíómynd fyrir hvert karnival. Ca. 50 mín leikin bíómynd með orginal handriti. Svo er karnival-lag og allur sá varningur sem þér getur dottið í hug. Þetta er eiginlega svona nettur verslunarmannahelgarfílingur þarna inni á svæðinu sjálfu. Alls konar tjöld með mismunandi atriðum, lifandi tónlist, leiktæki, tívolítæki et. cet, et. cet. Svo er risaskrúðganga á morgun og sunnudag sem mar má víst ekki missa af og megasega tónleikatjald á tröppum hátíðabyggingarinnar þar sem eru nánast non-stop performances alla helgina.
Bíómyndin var líka mjög flott og fyndinn og var svona smá eftirherma af Da Vinci code. Lundarrembingurinn var á sínum stað og mikið gert úr langri sögu háskólans..... (sem var stofnaður 1666 og er STÆRSTI og ELSTI háskóli Svíþjóðar) he he he minnir á ónefndan háskóla á klakanum ... og getiði nú!
Nú þetta er sumsé í gangi fram á sunnudagskvöld og við Egill ætlum að fara saman á sunnudaginn á svokallað Barneval sem er einn af viðburðunum. Maður myndi eflaust gera meira ef ég þyrfti ekki nauðsynlega að læra um helgina :-(
Aníhú, datt í hug að deila þessu með ykkur
- leiter geiters!
Free counter and web stats