fimmtudagur, maí 18, 2006

Júróvisjón nörri?

Það kom svo bara í ljós að ég er mesti júróvisjónnörrinn. Mitt lið vann sko upphitunarjúróvisjónspurningakeppnina heima hjá Bryndísi í kvöld. (Mest þökk sé mínu framlagi sko - oooh alltaf svo hógvær ég). Ég reyndi að klóra í bakkann með því að segja að þetta væri ekki áhugi minn á keppninni heldur yfirskilvitleg geta mín til að muna gagnslaus smáatriði en stelpurnar sögðu að ég væri í afneitun.
Ég vann sko líka í að giska hvaða 10 lög kæmust áfram uppúr undanúrslitunum, var með sjö rétt af tíu. Einu löndin sem ég giskaði ekki á voru Írland, Tyrkland og (fyrrum-Júgóslavneska-lýðveldið) Makedónía. (Já! Það er rétt sem glöggir hafa áttað sig á að ég hafði enga trú á Silvíu Nótt).
En kvöldið var einkar skemmtilegt í góðum félagsskap og ég þakka fyrir mig stelpur.
Free counter and web stats