Ókunnugir
Ég er búin að taka óvenjumikið af myndum þessa helgina. Mest vegna Karnevalsins að sjálfsögðu. Nema hvað, það verður ekki hjá því komist við svona aðstæður að ókunnugt fólk slæðist inn á myndirnar hjá manni. Stundum er maður nú reyndar beinlínis að taka mynd af því ss. mannfjöldanum við stóra tónleikasviðið en stundum er það bara á labbinu í sakleysi sínu og **flass** það er lent á mynd. Svo lendir þetta ókunnuga fólk, algjörlega óafvitandi, inn í myndaalbúmi hjá manni. Þá fór ég að velta því fyrir mér hvað ætli ég sé inn í mörgum myndaalbúmum hjá fólki sem ég þekki ekki neitt. Kannski er maður í myndaalbúmum á Spáni, USA, Kína, eða Kúbu? Eins og Egill Orri myndi segja - það er aldrei að vita!
Þetta er pæling - kannski ekki djúp eða merkileg, but hey! They can't all be winners!
<< Home