Áfram England
Sit hérna í sófanum og horfi á HM í blíðunni (á morgun ætla ég svo að fara á útsöluna í HM þó ekki það HM sem ég er að horfa á. Glöggir lesendur hafa þó kannski áttað sig á þessu). England er mitt lið og ég er hreint bara ekki að skilja hvernig þeir geta verið að eiga í þessu basli með Trinidad og Tobago. Ma ma ma ma mar bara skilur þetta ekki.
Spáin fyrir helgina er fáránlega góð og ég held að ég leggist á Bryndísi eða Katrínu eða einhvern sem vill vera vinur minn að fara bara á ströndina, svei mér þá. Er nokkuð annað að gera í stöðunni? Maður verður að vinna vel í taninu fyrir Íslandsförina, ekki heyrist mér að von sé á sólarglætu þar nema þá að fregnir af snjókomu séu stórlega ýktar.
Ta ta darlings
<< Home