miðvikudagur, júní 14, 2006

Letidagur

Byrjaði á því að sofa aðeins yfir mig og dreif mig í hendingskasti að skila bílaleigubíl gærdagsins út á Statoil áður en ég hjólaði eins og geðsjúk hæna út í Nova Lund þar sem ég átti tíma í klippingu & strípur kl. 10. Tókst fyrir einhverja dularfulla röð tilviljana að fara 'beinu' leiðina en lenda samt ca. 2 km vestan við mollið (veit ekki rassgat í hvaða átt, ég er að skjóta hérna folks - og vestur hljómar jafnvel og hvað annað). Enívei þetta hafðist fyrir rest þökk sé flatlendi Skáns (Skánar, hvernig beygist þetta orð eiginlega?) og lágreistum byggingarstíl Värpinge. Klippingin tókst vel og ég er eins og ný(leg) kona. Þökk sé hinum elskulega ylhýra gjaldmiðli íslensku krónunni þá var hún líka nánast jafndýr og á Íslandi en gott hár er gulli betra svo ég þegi bara. Þvældist svo aðeins um mallið og kíkti í nokkrar búðir og gerði mental innkaupalista fyrir mánudaginn (sem er einmitt, eins og glöggir fellow innkaupasjúklingar hafa áttað sig á 19. júní eða dagurinn eftir 18. júní sem er einmitt nýtt VISA tímabil). En það þýðir að ég þarf ekki að greiða fyrir þessi innkaup fyrr en 15. ágúst eða EFTIR að ég hef fengið (vonandi) tugi þúsunda endurgreidd frá íslenska skattmanninum. Maður ætti náttlega að fá Nóbelsverðlaunin í útsmognum réttlætingum innkaupa. Nema hvað ég dröslaðist í Skopunkten og verslaði þrenn pör af skóm á hann Hjört Snæ rassgat og frænda minn. Hlóð þessu ásamt nýtíndu jarðarberjunum sem ég féll fyrir hjá einhverjum bónda á leiðinni á hjólið og lagði af stað heim. Þegar ég kom svo kófsveitt niðrí bæ (það átti sko að vera skýjað og jafnvel rigning í dag skv. sænskum veðurspám, já nei nei ekki svo mikið sem sú spáin stóðst) þá átta ég mig á því að hallærisskópokinn hafði dottið af einhversstaðar á leiðinni án þess að mín tæki eftir því. Great!! Snéri við á punktinum, setti nýtt heimsmeistaramet í hjólreiðum innkaupaóðra og fann pokann sem betur fer. Allt er gott sem endar vel ekki satt?
Þegar heim kom fórum við Bryndís svo í bíltúr með börnin upp í Bjärred á ströndina en þá ákvað spáin að rætast og dró fyrir sólu svo við snérum þessu upp í kæruleysi og keyptum ís á línuna og horfðumst svo í augu við lítinn metnað okkar í eldamennsku og keyptum okkur mexíkóskt take-away í kvöldmatinn.
Já þetta var svona dagurinn í hnetuskurn.
Free counter and web stats