föstudagur, júní 23, 2006

Midsommar


Í dag er Midsommarafton (sem er sko dagurinn fyrir Midsommardag, mikilvægt að átta sig þessum mun) hérna í Svíríki - ég gerði mér enga grein fyrir því hversu heilagan dag var um að ræða fyrr en ég las í gær að Willy's er lokuð á morgun. Hún var sko hvorki lokuð á páskadag né hvítasunnudag til samanburðar (held samt jóladag). Þannig að þetta er greinilega stórmál. En sumsé það er dansað í kringum Midsommarstången og borðað (nema hvað) síld, kjötbollur og köld skinka. Það er sko bara til EINN hátíðismaður i Svíþjóð og það er hlaðborð þessara hluta sem ég nefndi. Þetta finnst þeim svo hátíðlegt að það er ekkert annað haft á borðum - EVER it seems! - þegar hátíðir bera að garði. Þannig að þegar hátíðisdagar nálgast þá keppast allar matvörubúðir að setja kjötbollur og síld á sértilboð - það held é'nú. Rosa væri þetta nú annars einfalt ef við Íslendingar ákvæðum (með reglugerð hreinlega) að á öllum hátíðisdögum þá skyldu étnir sviðakjammar og rófustappa - ALLTAF! Þá slyppi kona við valkvíðann sem fylgir því að velja hvað á að vera í hátíðismatinn. Já já þetta hefði sína kosti.
p.s. ef ykkur finnst gróft að líkja þessum mat við sviðakjamma þá má ímynda sér bara hangikjöt með uppstúf (af hverju heitir þetta uppstúf?), hmm come to think of it - erum við Íslendingar þá ekkert skárri?
Free counter and web stats