fimmtudagur, júní 22, 2006

Sólarleysi

Það er kennari í ræktinni minni sem heitir Lars Rasch. Mér finnst þetta ógeðslega fyndið og fann mig knúna til að deila þessari staðreynd með ykkur.
Akkúrat í þessum töluðu sit ég í sófanum heima hjá mér, á fyrsta non-sólardeginum í Lundi í lengri tíma (fyndið hvernig einn svona grámyglulegur dagur lætur konu finnast að það séu ár og dagar síðan kona sá til sólar síðast) - enívei sit hérna og hugsa um allt sem ég þyrfti að vera að gera en nenn'iggi. Til dæmis að þrífa baðherbergið mitt og skúra stofugólfið. Langar eitthvað svoooo miklu meira til að liggja upp í sófa (OJ þarna er hrossafluga!) og horfa á Fab five umbreyta einhverjum pathetic looser í megahönk á TV3. En það er víst ekki á allt kosið. Sigurjón, Bryndís & börn ætla að koma í mat í kveld og er þá ekki skemmtilegra að hafa smá huggó í kringum sig? Því miður er svarið við þeirri spurningu og ég kveð því að sinni og hverf á vit skúringafötunnar og gúmmíhanskanna.
Free counter and web stats