sunnudagur, júní 18, 2006

Gleymska

Jæja ég er að slá ný met í gleymsku og utan-við-sig-heitum. Þar sem það var skýjað í morgun og spáin var eitthvað óviss um hvernig veðrið ætti að verða ákvað ég að drösla barninu með mér í mollið að versla. Þegar ég kom út á strætóskýli (þar sem strætóinn var að renna í hlað) mundi ég eftir því að ég hafði gleymt VISA kortinu mínu heima. Þannig að shopping var out. Þá ákváðum við bara að fara út niðrí bæ og rölta þar um, fá okkur eitthvað snarl og jafnvel á bóksafnið. Þegar við stigum út úr vagninum við safnið (sem var lokað af því ég gleymdi að það var sunnudagur) þá fengum við okkur smá rölt á leikvöll fyrir aftan það. Þar mundi ég að ég hafði verið með kerru fyrir Egil sem núna var sumsé á rúntinum með strætó nr. 4 úti í Gunnesbo. Mar er náttlega ekki heill. Ég flaggaði niður næsta strætó nr. 4 og fékk þær upplýsingar frá illsænskutalandi bílstjóranum að það væri ekkert hægt að gera í dag en ég gæti hringt í lost-and-found á morgun og athugað hvort henni hefði verið skilað. Jæja við ákváðum að vera ekkert að gráta Björn bónda þar sem kerran var nú frekar löskuð og búin að tapa fyrri ljóma. Fórum bara á Subway (sem er loksins búið að opna í Lundi) og svo ís á torginu. En hvað haldiði að hafi beðið okkar þegar við stigum upp í strætó nema ástkæra kerran okkar. Gaman að því. Nú er sólin komin út og engin ástæða til annars en að drífa sig í sólbað.
Ta ta
Free counter and web stats